föstudagur, 10. janúar 2014

Jól og áramót

Eins og kom fram í síðasta bloggi var nóg um að vera hjá mér um jól og áramót. Á laugardeginum 21. Desember fórum við Emma til León þar sem við eyddum 2 dögum með íslenskum félaga mínum. Mikið var skrýtið að tala íslensku annað en bara við tölvu. Á laugardagskvöldið fórum við út að skemmta okkur, fórum á club með lifandi rock tónlist og svo annan með lifandi banda! Skemmtum okkur rosalega vel. Á sunnudeginum fórum við í moll ekki svo langt frá húsinu hans Kristinns, en annars gerðum við voða lítið, Emma var orðin veik og gat lítið gert. Á mánudagsmorguninn vöknuðum við Emma snemma, fórum niðrí bæ að skoða okkur um, röltum þar í nokkra tíma og svo fórum við heim til Ocotlán, semsagt á þorláksmessu. Seint um kvöldið þegar ég var komin heim fór ég með Chris og fjölskyldunni hans að heimsækja ættingja og var með þeim fram á nótt. Fór svo heim og var hér ein í húsinu aðfaranótt aðfangadags, voða skrýtið. Á aðfangadagsmorgun vaknaði ég frekar snemma, heyrði örlítið í mömmu, pabba og Ragnari á skype og græjaði mig. Fór svo með Chris og fjölskyldunni hans að heimsækja fullt af ættingjum. Heimsóttum langömmu hans og afa og þaðan labbaði ég í bæinn með foreldrum hans, systur og frænkum og var með þeim í nokkra tíma. Fórum í stóru kirkjuna niðrí bæ í smá stund, allt voða fallegt svona á jólunum. Við eyddum miklum tíma með langömmu hans og langafa ásamt allri stórfjölskyldunni en enduðum kvöldið heima hjá frænku hans Chris með nokkrum ættingjum. Borðuðum saman týbískan Mexíkóskan mat, vorum með posada og á miðnætti kysstust og knúsuðust allir því þá voru komin jól. Og þá fengu börnin að opna pakkana sína. Við sátum svo og spjölluðum heil lengi og ég fór heim um 3 eða 4 leytið. Á jóladag fór ég með Chris, foreldrum hans og systur til Guadalajara þar sem við vorum fram að laugardeginum 28. des. Við vorum þar að gera húsið hans fínt, koma fyrir nýjum húsgögnum og svona! Ég kom heim um hálf 7 leytið seinnipart laugardags til að pakka og taka til, klukkan 8 sótti svo bílstjóri okkur Chris og fór með okkur á flugvöllinn í Guadalajara.

Stelpurnar voða spenntar að opna pakkana sína!

Spila með afa sínum!

Á ströndinni í San Diego

Ferðalagið til USA gekk ekki vel. Vélin seinkaði um svona klukkutíma og þegar við komum til Tijuana var strætóinn sem við áttum að taka til San Diego hættur að ganga. Starfsfólkið hjá Volaris reddaði okkur því leigubíl en við þurftum að bíða í rúman klukkutíma eftir honum, klukkan var orðin rúmlega 3 þegar við loksins fórum yfir landamærin. Að sjálfsögðu var ég stoppuð á landamærunum og það tók alveg 45 mín eða svo. Þurfti að fá nýjan stimpil í vegabréfið mitt og svo svona Visa Waiver. Var spurð endalaust af spurningum og var orðin ansi þreytt þegar við loksins komumst út uppúr 4. Þegar allt þetta var búið leituðum við af leigubílnum okkar sem átti að fara með okkur niður í miðbæ San Diego en þá hafði hann farið þannig við vorum þarna föst við landamærin. Sem betur fer var  strætó einmitt á leiðinni til Santa Ana, algjör heppni því hann átti að hætta að ganga nokkrum klukkutímum áður. Klukkan 6 vorum við loksins komin til Santa Ana þar sem frændi hans Chris sótti okkur og skutlaði okkur heim.

Disneyland

Fyrsti dagurinn var frekar rólegur, fórum á Newport beach, röltuðum þar um og svo keyptum við Sprinkles cupcakes, sem er það besta sem ég hef smakkað!! Um kvöldið fórum við á svona Comedy show þar sem vinur hans Chris var með uppistand ásamt fleirum.
Á mánudeginum fórum við til San Diego þar sem við vorum yfir áramótin. Fórum á Rave sem er tónleikar með fullt af DJum. Ég skemmti mér miklu betur en ég átti von á, allt öðruvísi en ég er vön en rosalega gaman og mikið af fólki. Á nýársdag fórum við til ömmu hans Chris þar sem móðurbróðir hans átti afmæli, eftir það hittum við nokkra vini hans og vorum með þeim framá nótt. Ég keyrði heim um nóttina sem tók um klukkutíma. Var ansi smeyk enda eru 4-5 akgreinar á freewayinu og keyra allir frekar hratt. En við komumst heim án vandræða, gaman að prófa þetta! Restin af tímanum fór í að vera með stórfjölskyldunni og vinum hans Chris, versla og ferðast um. Við fórum til Los Angeles, Hollywood og í Disneyland sem var alveg hreint æðislegt. Skemmti mér svo vel. Við erum strax byrjuð að skoða möguleikana á að fara aftur út, annaðhvort um páskana eða í kringum afmælið mitt. 

Heimleiðin gekk rosalega vel. Chris, pabbi hans, systir og afi fóru með mig til Tijuana á flugvöllinn. Það er minnsta mál í heimi að keyra frá USA til Mexico. Við vorum ekkert stoppuð í neitt tjékk en stoppuðum samt svo ég gæti athugað með Visað mitt og svoleiðis. Miklu rólegra þarna megin heldur en að koma inní USA. Flugið gekk vel og ég var komin alla leiðina heim á þriðjudagskvöldið. Svo strax á miðvikudagsmorgun byrjaði ég að vinna, krakkarnir rosalega glöð að sjá mig og ég þau. Þessi helgi og næsta vika verður mjög róleg. Á fimmtudaginn förum við til Puebla á ráðstefnu hjá samtökunum. Emma verður þá hætt að vinna og kemur ekki aftur til Ocotlán, í staðin koma 2 nýir sjálfboðaliðar. Það verður rosa skrýtið að hafa hana ekki hér en gaman að kynnast nýjum. Verður líka gaman að hitta alla hina sjálfboðaliðana sem ég kynntist fyrstu vikuna mína hér.


Gleðilegt ár elsku vinir og fjölskylda, hlakka til að sjá ykkur í haust!

1 ummæli:

  1. Þetta hafa verið öðruvísi en skemmtileg jól og áramót hjá þér :)
    Skemmtilegt blogh.
    MA

    SvaraEyða